Hvað gerum við?
Tökum að okkur að teikna upp gömul kort á borð við veitugrunna, handteiknaða gönguslóða og kirkjugarða auk annarra teikninga. Gerum einnig yfirlitskort til dæmis af útbreiðslu tiltekinna gróðurtegunda.
Hönnum upplýsingakort við áningarstaði, útivistarsvæði og sögustaði.
Verkefni á sviði kortagerðar eru unnin með aðstoð eftirfarandi tölvuforrita: Microstation, Corel Draw, InDesign og QGis.