Framkvæmdastjóri og aðaleigandi

Anna Katrín Svavarsdóttir

Árið 2015 stofnaði Anna Katrín Teiknistofuna AKS og á tyllidögum titlar hún sig sem framkvæmdastjóra. Anna Katrín er uppalin á Reyðarfirði og gekk bæði í Menntaskólann á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands þar sem hún útskrifaðist annarsvegar sem stúdent af náttúrufræðibraut og hinsvegar í húsasmíði.

Anna Katrín lauk meistaranámi í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2013 og fjallaði lokaverkefni hennar um umhverfi, nærveður og athafnir á almenningssvæðum. Áður hafði hún lokið B.sc. gráðu í umhverfisskipulagi frá sama skóla.

Að útskrift lokinni vann Anna Katrín hjá Fjarðabyggð, meðal annar sem umhverfisfulltrúi. Áhugamál Önnu Katrínar eru margvísleg en helst á svið garðyrkju, íþrótta og myndlistar.