Umhverfi...
er samansafn allra ytri og innri skilyrða, sem varða tilveru, vöxt og velferð lífveru;
umhverfi lífveru, ytri kringumstæður í heild.

Hvað gerum við?

Hönnum hvers konar manngert umhverfi utandyra, allt eftir þeim áherslum sem lagðar eru eftir hverju sinni. Verkefnin geta snúið að opinberum lóðum (skólalóðir og leiksvæði), almenningargörðum, torgum og göturýmum sem og útivistar- og íþróttasvæðum. Einnig höfum við reynslu í hönnun ferðamannastaða.

Við bjóðum upp á ráðgjöf við stefnumótun og áætlanagerð er einnig hluti af þjónustu okkar og má þar nefna áætlanir um viðhald grænna svæða, sorphirðu og snjómokstur. Einnig gerum við áætlanir fyrir verndarsvæði og um landnýtingu.

Við tökum að okkur gerð fræðsluskilta og uppsetningu handbóka, til að mynda fyrir leiksvæði.